Persónuverndarstefna Upphafs fasteignafélag slhf. 

1. Um persónuverndarstefnu Upphafs fasteignafélags slhf. 

Upphaf fasteignafélag slhf. (hér eftir Upphaf) er umhugað um vernd persónuupplýsinga og öryggi þeirra gagna sem fyrirtækið vinnur með. Þessi persónuverndarstefna segir til um hvaða persónuupplýsingum fyrirtækið safnar, hvers vegna, hversu lengi upplýsingarnar verði geymdar, hvert þeim kann að vera miðlað og hvernig öryggi upplýsinganna er tryggt. Stefnt er að því að starfsmenn, viðskiptavinir og allir viðsemjendur séu meðvitaðir um hvernig fyrirtækið safnar og vinnur persónuupplýsingar. 

Upphaf meðhöndlar persónuupplýsingar í samræmi við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. 

2. Ábyrgð 

Ábyrgðaraðili er Upphaf fasteignafélag slhf., kt. 650613-1200, Garðastræti 37, 101 Reykjavík. Upphaf er fasteignafélag í eigu fagfjárfestasjóðsins GAMMA: Novus sem stendur að uppbyggingu íbúðahúsnæðis á stórhöfuðborgarsvæðinu og er markmið fyrirtækisins að auka framboð íbúða sem henta litlum og meðalstórum fjölskyldum, sem og fyrstu kaupendum. Upphaf er skráð í fyrirtækjaskrá, hlutafélagaskrá og firmaskrá. Frekari upplýsingar um fyrirtækið má nálgast á heimasíðunni www.upphaf.is. Hægt er að senda skriflega fyrirspurn til fyrirtækisins um meðferð persónuupplýsinga á netfangið upphaf@upphaf.is. 

3. Tegundir persónuupplýsinga 

Upphaf vinnur aðallega almennar tengiliðaupplýsingar. Vinnsla persónuupplýsinga getur verið nauðsynleg á grundvelli samnings við viðskiptavin, ákvæða laga, með samþykki viðskiptavinar eða vegna lögmætra hagsmuna fyrirtækisins. 

4. Tilgangur og heimild fyrir vinnslu persónuupplýsinga 

Tilgangur með vinnslu persónuupplýsinga er að veita viðskiptavinum þá þjónustu sem óskað er eftir og fyrirtækið býður upp á. Ef upplýsinga er aflað frá öðrum en einstaklingi sjálfum er það gert samkvæmt umboði hans og upplýst hvaðan upplýsingarnar koma. 

5. Varðveislutími upplýsinga 

Persónuupplýsingar eru varðveittar á meðan viðskiptasambandi varir eða eins lengi og nauðsynlegt er miðað við vinnslu og skilmála samninga, nema þegar lög og reglur kveða á um lengri geymslutíma s.s. ef um er að ræða gögn sem falla undir bókhaldslög eru þau varðveitt í 7 ár frá lokum viðkomandi reikningsárs. Þegar gögn eru ekki lengur nauðsynleg til að uppfylla samningsbundnar skyldur eða lagaskyldur er þeim eytt. 

6. Miðlun persónuupplýsinga 

Upphaf mun ekki afhenda persónuupplýsingar nema fyrirtækinu sé skylt samkvæmt lögum að afhenda persónuupplýsingar t.a.m. til eftirlitsstofnana, löggæsluyfirvalda eða annarra aðila sem hafa heimild að lögum til að móttaka umræddar upplýsingar. Þá getur Upphafi verið skylt að afhenda persónuupplýsingar ef dómari úrskurðar að skylt sé að veita slíkar upplýsingar fyrir dómi eða hjá lögreglu. Viðskiptavinur getur þó heimilað fyrirtækinu afhendingu persónuupplýsinga um hann. Upplýsingar eru eftir atvikum sendar til vinnsluaðila sem vinnur persónuupplýsingar á vegum Upphafs eða sinnir tengdum verkefnum fyrir hönd fyrirtækisins. Þeir sem veita viðtöku upplýsingum um viðskipta- og/eða einkamálefni viðskiptavina eru bundnir þagnarskyldu með sama hætti og gildir um starfsmenn fyrirtækisins. 

7. Öryggi persónuupplýsinga 

Það hvílir skylda á Upphafi að gæta að öryggi þeirra persónuupplýsinga sem fyrirtækið vinnur með. Upphaf leitast við að grípa til viðeigandi tæknilegra og skipulagslegra ráðstafana til að vernda persónuupplýsingar með sérstöku tilliti til eðlis þeirra. Þær öryggisráðstafanir lúta einkum að aðgangsstýringu, fræðslu til starfsmanna og samskiptaöryggi. 

8. Réttindi viðskiptavinar 

Einstaklingur á rétt á staðfestingu frá Upphafi á því hvort unnið sé með persónuupplýsingar um hann og ef svo er til aðgangs að þeim upplýsingum. 

Einstaklingur á rétt á að fá tilteknar persónuupplýsingar um sig, sem hann hefur sjálfur látið af hendi á skipulegu, algengu tölvulesanlegu sniði. Eftir atvikum á einstaklingur rétt á að Upphaf flytji slíkar upplýsingar til annars ábyrgðaraðila sé það tæknilega mögulegt. 

Einstaklingur á rétt á að óáreiðanlegar persónuupplýsingar sem varða hann séu leiðréttar og í ákveðnum tilvikum að þeim sé eytt. 

Einstaklingur getur andmælt vinnslu persónuupplýsinga í þágu beinnar markaðssetningar og vinnslu persónuupplýsinga sem fer fram á grundvelli lögmætra hagsmuna vegna sérstakra aðstæðna er varða hann. Í kjölfar slíkra andmæla verða persónuupplýsingar ekki unnar frekar nema lagaskilyrði til þess séu til staðar. 

Þá hefur einstaklingur rétt á að leggja fram kvörtun til Persónuverndar telji hann að vinnsla Upphafs á persónuupplýsingum hans brjóti gegn gildandi lögum. 

Komi fram andmæli viðskiptavinar við vinnslu persónuupplýsinga mun þeirri vinnslu hætt nema unnt sé að sýna fram á lagaskyldu eða lögmæta hagsmuni sem ganga framar hagsmunum viðskiptavinar. 

9. Samskiptaupplýsingar 

Hægt er að hafa samband við Upphaf með því að senda póst á netfangið upphaf@upphaf.is eða hringja í síma 519-3300. 

10. Endurskoðun 

Upphafi er heimilt að breyta þessari persónuverndarstefnu og bæta við hana hvenær sem er og taka slíkar breytingar gildi án fyrirvara. Slíkar breytingar kunna t.d. að vera gerðar til að samræma persónuverndarstefnuna við gildandi lög og reglur er varða persónuvernd hverju sinni. Allar breytingar á stefnunni verða birtar á vefsíðunni www.upphaf.is. 

Persónuverndarstefna þessi var sett þann 10.9.2018 

Um okkur

Upphaf fasteignafélag slhf. var stofnað á miðju ári 2013 og er í eigu fagfjárfestasjóðsins GAMMA: Novus, þar sem helstu fjárfestar eru lífeyrissjóðir og fagfjárfestar. Markmið félagsins er að byggja næstu árin 200-250 íbúðir á ári, sem eru ætlaðar litlum og meðalstórum fjölskyldum.

Hafðu samband
  • Upphaf fasteignafélag slhf.
  • Katrínartún 2
  • 105 Reykjavík
  • Sími: +354 519 3300


© 2014 Upphaf fasteignarfélag slhf. - Allur réttur áskilinn